Vöruviðskiptajöfnuður
Í maí 2019 voru fluttar út vörur fyrir 63,2 milljarða króna og inn fyrir 65,8 milljarða króna fob (70,4 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 2,6 milljarða króna. Í maí 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 16,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í maí 2019 var því 14,3 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum tæpum 900 milljónum króna, samanborið við 14,5 milljörðum króna í maí 2018.

Á tímabilinu janúar til maí 2019 voru fluttar út vörur fyrir 287,4 milljarða króna en inn fyrir 305,4 milljarða (326,9 milljarða króna cif). Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 18,0 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 63,8 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til maí var því 45,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn hins vegar 37,9 milljörðum króna á tímabilinu janúar til maí 2019, en 49,1 milljarði króna fyrir sama tímabil 2018.

Útflutningur
Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 50,6 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 21,4% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 46,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 7,1% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 16,4% hærra en á sama tíma árið áður. Verðmæti útflutnings skipa og flugvéla var tæpir 23,0 milljarðar króna á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Innflutningur
Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 4,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 1,6% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á unnum hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Á móti kom minni innflutningur á flutningatækjum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - maí 2018 og 2019
Millj. kr. á gengi hvors ársBreytingar frá fyrra
Maí Janúar-maíári á gengi hvors árs,
20182019 2018 2019% jan-maí
Útflutningur alls fob52.417,363.225,7236.785,4287.429,021,4
Sjávarafurðir24.536,828.146,896.721,1112.536,616,4
Landbúnaðarvörur1.997,22.635,89.046,713.004,743,8
Iðnaðarvörur24.175,630.890,6124.537,7133.360,27,1
Aðrar vörur1.707,71.552,56.479,928.527,5340,2
Innflutningur alls fob69.336,265.840,8300.559,4305.420,21,6
Matvörur og drykkjarvörur4.792,86.228,923.901,628.707,620,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.18.866,415.310,181.155,791.166,612,3
Eldsneyti og smurolíur10.391,49.218,038.428,334.958,8-9,0
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)13.688,415.451,365.107,273.345,712,7
Flutningatæki13.314,611.225,153.548,136.084,5-32,6
Neysluvörur ót.a.8.273,48.368,638.134,241.017,27,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)9,138,8284,3139,7-50,9
Vöruviðskiptajöfnuður-16.918,83-2.615,07-63.774,02-17.991,20-71,79

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni