Vöruviðskiptajöfnuður
Í október 2019 voru fluttar út vörur fyrir 65,1 milljarð króna og inn fyrir 64,7 milljarða króna fob (69,0 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 368 milljónir króna. Í október 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 12,1 milljarð króna á gengi hvors árs fyrir sig.1 Vöruviðskiptahallinn í október 2019 var því 12,5 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptaafgangurinn í mánuðinum 3,0 milljörðum króna, samanborið við 12,1 milljarðs króna halla í október 2018.

Á tímabilinu janúar til október 2019 voru fluttar út vörur fyrir 546,3 milljarða króna en inn fyrir 642,4 milljarða króna fob (686,3 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 96,1 milljarði króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 147,6 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til október var því 51,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 105,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til október 2019, en 133,0 milljörðum króna fyrir sama tímabil 2018.

Útflutningur
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 51,1 milljarði króna meira en á sama tímabili árið áður, eða 10,3 % á gengi hvors árs fyrir sig1. Iðnaðarvörur voru 47,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,1% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 40,9% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 12,8% meira en á sama tíma árið áður. Mest var aukning vegna sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski og frystum flökum og útflutnings skipa og flugvéla. Á móti kom minna verðmæti álútflutnings milli ára.

Innflutningur
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 417,6 milljónum króna minna en á sama tímabili árið áður, eða 0,1% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Innflutningur dróst mest saman á eldsneyti og flutningatækjum. Á móti kom aukinn innflutningur á fjárfestinga-, hrá- og rekstrarvörum og mat- og drykkjarvörum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - október 2018-2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar - október
Október Janúar - október
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob60.961,465.054,8495.225,7546.304,910,3
Sjávarafurðir26.589,731.599,1198.222,2223.622,212,8
Landbúnaðarvörur1.885,83.815,815.685,223.993,853,0
Iðnaðarvörur30.177,227.837,7263.931,8258.415,5-2,1
Aðrar vörur2.308,71.802,117.386,540.273,3131,6
Innflutningur alls fob73.077,164.686,4642.779,7642.362,2-0,1
Matvörur og drykkjarvörur7.814,97.098,252.963,161.113,515,4
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.21.065,316.071,8177.247,2185.856,64,9
Eldsneyti og smurolíur11.569,67.532,196.650,380.899,5-16,3
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)13.336,513.711,7131.208,9141.937,88,2
Flutningatæki8.414,89.918,9100.362,387.337,6-13,0
Neysluvörur ót.a.10.854,710.324,281.385,784.882,64,3
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)21,329,42.962,2334,7-88,7
Vöruviðskiptajöfnuður-12.115,8368,4-147.554,0-96.057,3 

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni