Vöruviðskiptajöfnuður
Í ágúst voru fluttar út vörur fyrir 40,6 milljarða króna og inn fyrir 53,6 milljarða króna fob (57,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 13,0 milljarða króna. Í ágúst 2015 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 1,8 milljarða króna á gengi hvors árs.¹
Á fyrstu átta mánuðum ársins 2016 voru fluttar út vörur fyrir 359,4 milljarða króna en inn fyrir 445,7 milljarða króna fob (474,3 milljarða króna cif). Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 86,3 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 8,7 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 77,6 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Á fyrstu átta mánuðum ársins 2016 var verðmæti vöruútflutnings 72,5 milljörðum króna lægra, eða 16,8%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 50,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,9% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna lægra álverðs. Sjávarafurðir voru 43,6% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 12,5% lægra en á sama tíma árið áður.
Innflutningur
Á fyrstu átta mánuðum ársins 2016 var verðmæti vöruinnflutnings 5,2 milljörðum króna hærra, eða 1,2%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti saman en á móti jókst innflutningur á fjárfestingavörum og flutningatækjum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–ágúst 2015 og 2016 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Ágúst | Jan.–ágúst | ári á gengi hvors árs, | |||
2015 | 2016 | 2015 | 2016 | % jan.–ágúst | |
Útflutningur alls fob | 47.116,1 | 40.617,8 | 431.844,2 | 359.369,4 | -16,8 |
Sjávarafurðir | 18.495,8 | 18.022,0 | 178.859,8 | 156.525,2 | -12,5 |
Landbúnaðarvörur | 888,7 | 1.608,4 | 8.124,5 | 10.505,4 | 29,3 |
Iðnaðarvörur | 25.357,9 | 19.316,8 | 233.991,8 | 180.500,6 | -22,9 |
Aðrar vörur | 2.373,8 | 1.670,6 | 10.868,2 | 11.838,1 | 8,9 |
Innflutningur alls fob | 48.894,4 | 53.615,2 | 440.509,7 | 445.716,6 | 1,2 |
Matvörur og drykkjarvörur | 5.755,4 | 5.284,1 | 45.041,6 | 38.668,4 | -14,1 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 14.429,6 | 13.018,9 | 129.544,8 | 114.024,1 | -12,0 |
Eldsneyti og smurolíur | 6.505,1 | 8.691,7 | 57.077,8 | 46.346,9 | -18,8 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 11.158,2 | 12.312,0 | 88.039,2 | 97.226,4 | 10,4 |
Flutningatæki | 4.457,0 | 6.855,1 | 68.541,7 | 90.507,0 | 32,0 |
Neysluvörur ót.a. | 6.328,6 | 7.438,5 | 51.151,4 | 58.585,7 | 14,5 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 260,4 | 15,0 | 1.113,2 | 358,1 | -67,8 |
Vöruskiptajöfnuður | -1.778,3 | -12.997,4 | -8.665,5 | -86.347,2 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.