Vöruskiptajöfnuður
Í desembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 48,2 milljarða króna og inn fyrir 56,8 milljarða króna fob (60,2 milljarða króna cif). Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 8,6 milljarða króna. Í desember 2014 voru vöruskiptin hagstæð um 3,7 milljarða króna á gengi hvors árs¹.
Árið 2015 voru fluttar út vörur fyrir 626,3 milljarða króna en inn fyrir 656,6 milljarða króna fob (700,3 milljarða króna cif). Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 30,3 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin hagstæð um 4,2 milljarða á gengi hvors árs¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 34,5 milljörðum króna lakari árið 2015 en árið 2014, samkvæmt bráðabirgðatölum.
Útflutningur
Árið 2015 var verðmæti vöruútflutnings 35,8 milljörðum eða 6,1% hærra, á gengi hvors árs1, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,8% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 8,5% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli. Á móti dróst útflutningur á heilfrystum fiski saman.
Innflutningur
Árið 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 70,3 milljörðum eða 12,0% hærra, á gengi hvors árs¹, en á sama tímabili árið áður. Aðallega jókst innflutningur á hrávörum og rekstrarvörum ásamt flugvélum en á móti dróst innflutningur á eldsneyti saman.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-desember 2014 og 2015 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Desember | Jan.-desember | ári á gengi hvors árs, | |||
2014 | 2015 | 2014 | 2015 | % jan.-desember | |
Útflutningur alls fob | 49.004,9 | 48.228,7 | 590.501,7 | 626.265,7 | 6,1 |
Sjávarafurðir | 18.860,5 | 19.483,9 | 243.956,3 | 264.592,6 | 8,5 |
Landbúnaðarvörur | 1.212,2 | 1.457,0 | 11.691,8 | 13.460,2 | 15,1 |
Iðnaðarvörur | 27.649,1 | 24.195,7 | 309.989,6 | 331.108,2 | 6,8 |
Aðrar vörur | 1.283,1 | 3.092,1 | 24.864,0 | 17.104,7 | -31,2 |
Innflutningur alls fob | 45.257,6 | 56.842,9 | 586.251,8 | 656.565,4 | 12,0 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.532,3 | 4.477,1 | 54.749,1 | 65.196,8 | 19,1 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 13.128,0 | 12.291,3 | 159.919,3 | 184.739,1 | 15,5 |
Eldsneyti og smurolíur | 4.889,8 | 4.234,5 | 103.148,5 | 83.129,8 | -19,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 10.983,5 | 12.009,1 | 124.173,9 | 137.343,1 | 10,6 |
Flutningatæki | 4.787,8 | 16.458,4 | 68.003,7 | 103.365,5 | 52,0 |
Neysluvörur ót.a. | 6.927,5 | 7.339,9 | 74.226,1 | 81.552,1 | 9,9 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 8,8 | 32,7 | 2.031,2 | 1.239,0 | -39,0 |
Vöruskiptajöfnuður | 3.747,3 | -8.614,3 | 4.249,9 | -30.299,7 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.