Vöruviðskiptajöfnuður
Í desember voru fluttar út vörur fyrir 43,1 milljarð króna og inn fyrir 69,6 milljarða fob (73,8 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um tæpa 26,6 milljarða króna. Í desember 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 7,9 milljarða á gengi hvors árs.¹
Árið 2017 voru fluttar út vörur fyrir 517,6 milljarða króna en inn fyrir 695,9 milljarða fob (741,2 milljarð króna cif). Því var halli á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 178,3 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti (161,9 milljarðar án skipa og flugvéla). Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 108,2 milljarða (79,9 milljarðar án skipa og flugvéla) á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn janúar-desember 2017 var því 70,1 milljarði króna (81,9 milljarðar án skipa og flugvéla) hærri en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Árið 2017 var verðmæti vöruútflutnings 19,8 milljörðum króna lægra, eða 3,7% á gengi hvors árs,¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,5% hærra en á sama tíma árið áður. Verðmæti útflutnings á áli jókst en útflutningur á lyfjum og lækningatækjum dróst saman. Sjávarafurðir voru 38,1% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 15,1% lægra en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur var í útflutningi á frystum flökum og ferskum fiski.
Innflutningur
Árið 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 50,3 milljörðum króna hærra, eða 7,8% á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Innflutningur á hrá- og rekstrarvörum, skipum og fólksbílum jókst en á móti dróst innflutningur á flugvélum saman.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–desember 2016 og 2017 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Desember | Jan-des | ári á gengi hvors árs, | |||
2016 | 2017 | 2016 | 2017 | % jan.– des. | |
Útflutningur alls fob | 41.515,7 | 43.056,0 | 537.444,8 | 517.648,6 | -3,7 |
Sjávarafurðir | 15.013,9 | 13.775,0 | 232.237,9 | 197.091,4 | -15,1 |
Landbúnaðarvörur | 1.766,2 | 2.068,6 | 16.844,5 | 19.838,2 | 17,8 |
Iðnaðarvörur | 23.582,1 | 24.882,5 | 270.407,9 | 279.930,9 | 3,5 |
Aðrar vörur | 1.153,5 | 2.329,9 | 17.954,6 | 20.788,1 | 15,8 |
Innflutningur alls fob | 49.451,6 | 69.609,0 | 645.611,6 | 695.907,9 | 7,8 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.062,5 | 4.186,3 | 57.418,8 | 56.758,1 | -1,2 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 13.851,0 | 20.093,2 | 168.494,0 | 186.716,6 | 10,8 |
Eldsneyti og smurolíur | 5.525,2 | 6.637,9 | 69.867,6 | 79.842,5 | 14,3 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 10.129,6 | 13.075,6 | 140.651,0 | 148.745,2 | 5,8 |
Flutningatæki | 8.442,2 | 15.758,5 | 120.118,3 | 131.104,8 | 9,1 |
Neysluvörur ót.a. | 7.392,4 | 9.760,7 | 88.542,6 | 92.378,2 | 4,3 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 48,8 | 96,7 | 519,4 | 362,5 | -30,2 |
Vöruskiptajöfnuður | -7.935,9 | -26.553,0 | -108.166,8 | -178.259,3 | . |
Lokatölur fyrir árið 2017 verða birtar í maí 2018.
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.