Vöruviðskiptajöfnuður
Í febrúar 2018 voru fluttar út vörur fyrir 46,1 milljarð króna og inn fyrir 58,2 milljarða króna fob (62 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um rúmlega 12 milljarða króna. Í febrúar 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 12,7 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í febrúar 2018 var því 0,7 milljörðum króna lægri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 5,5 milljörðum króna samanborið við 10,9 milljarða króna í febrúar 2017.
Á tímabilinu janúar til febrúar 2018 voru fluttar út vörur fyrir 94,5 milljarða króna en inn fyrir 111,2 milljarða (118,5 milljarða króna cif). Því var halli á vöruskiptum við útlönd sem nam 16,7 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 21,4 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn janúar til febrúar er því 4,7 milljörðum lægri en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 10,0 milljörðum króna, samanborið við 21,3 milljarða króna á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 25,4 milljörðum króna hærri en á sama tímabili árið áður, eða 36,8% á gengi hvors árs¹. Iðnaðarvörur voru 53,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 19,4% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 38,9% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 67,7% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna aukins útflutnings á ferskum fiski og frystum flökum.
Innflutningur
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 20,7 milljörðum króna hærri en á sama tímabili árið áður, eða 22,9% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á eldsneyti og flugvélum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til febrúar 2017 og 2018 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Febrúar | Janúar-febrúar | ári á gengi hvors árs, % | |||
2017 | 2018 | 2017 | 2018 | jan-feb | |
Útflutningur alls fob | 31.557,4 | 46.140,4 | 69.119,8 | 94.538,0 | 36,8 |
Sjávarafurðir | 8.213,6 | 18.912,4 | 21.933,0 | 36.788,1 | 130,3 |
Landbúnaðarvörur | 1.845,3 | 2.257,3 | 3.425,9 | 4.535,2 | 22,3 |
Iðnaðarvörur | 20.688,2 | 23.411,4 | 42.137,4 | 50.318,9 | 13,2 |
Aðrar vörur | 810,3 | 1.559,2 | 1.623,5 | 2.895,8 | 92,4 |
Innflutningur alls fob | 44.291,0 | 58.160,3 | 90.475,7 | 111.192,7 | 22,9 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.849,7 | 4.714,5 | 7.528,7 | 8.747,1 | 16,2 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 12.533,2 | 17.879,0 | 24.714,2 | 29.897,9 | 21,0 |
Eldsneyti og smurolíur | 3.227,6 | 4.353,7 | 7.565,9 | 14.113,3 | 86,5 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 10.500,7 | 11.650,0 | 21.749,7 | 25.972,5 | 19,4 |
Flutningatæki | 8.066,3 | 12.307,7 | 16.287,2 | 18.353,8 | 12,7 |
Neysluvörur ót.a. | 6.081,6 | 7.071,6 | 12.565,9 | 13.865,4 | 10,3 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 32,0 | 183,8 | 64,1 | 242,7 | 278,7 |
Vöruviðskiptajöfnuður | -12.733,6 | -12.019,9 | -21.355,9 | -16.654,7 | -22,0 |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.