Vöruviðskiptajöfnuður
Í maí voru fluttar út vörur fyrir 46,8 milljarða króna og inn fyrir 64,1 milljarð króna fob (68,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 17,3 milljarða króna. Í maí 2015 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 2,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹
Fyrstu fimm mánuði ársins 2016 voru fluttar út vörur fyrir 226,6 milljarða króna en inn fyrir 275,8 milljarða króna fob (293,4 milljarða króna cif). Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam tæpum 49,2 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin hagstæð um tæpa 6 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 55,1 milljarði króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu fimm mánuði ársins 2016 var verðmæti vöruútflutnings 50 milljörðum króna lægra, eða 18,1%, á gengi hvors árs,1 en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 50,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 25,6% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna lægra álverðs. Sjávarafurðir voru 43,4% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 12,6% lægra en á sama tíma árið áður.
Innflutningur
Fyrstu fimm mánuði ársins 2016 var verðmæti vöruinnflutnings 5,1 milljarði króna lægra, eða 1,9%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti saman en á móti jókst innflutningur á fjárfestingavörum og flutningatækjum.
Samhliða þessari útgáfu er birt á vef Hagstofu ný tafla með gögnum fyrir árið 2015. Um er að ræða sundurliðun eftir vöruflokkum og löndum á útflutningi og innflutningi.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-maí 2015 og 2016 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Maí | Jan.-maí | ári á gengi hvors árs, | |||
2015 | 2016 | 2015 | 2016 | % jan.-maí | |
Útflutningur alls fob | 55.190,7 | 46.830,5 | 276.637,8 | 226.605,1 | -18,1 |
Sjávarafurðir | 23.651,0 | 20.868,0 | 112.435,8 | 98.270,3 | -12,6 |
Landbúnaðarvörur | 780,7 | 1.266,0 | 5.621,8 | 7.066,8 | 25,7 |
Iðnaðarvörur | 28.484,2 | 22.095,4 | 152.554,9 | 113.576,1 | -25,6 |
Aðrar vörur | 2.274,7 | 2.601,2 | 6.025,3 | 7.692,0 | 27,7 |
Innflutningur alls fob | 58.140,0 | 64.124,1 | 270.670,0 | 275.783,8 | 1,9 |
Matvörur og drykkjarvörur | 5.900,3 | 5.503,8 | 26.067,4 | 23.339,9 | -10,5 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 15.144,7 | 16.008,0 | 79.672,0 | 71.061,1 | -10,8 |
Eldsneyti og smurolíur | 7.163,8 | 5.540,5 | 31.523,7 | 21.944,1 | -30,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 11.116,6 | 13.278,3 | 51.596,5 | 61.583,1 | 19,4 |
Flutningatæki | 12.563,2 | 15.464,0 | 49.217,6 | 60.297,3 | 22,5 |
Neysluvörur ót.a. | 6.227,1 | 8.304,2 | 31.993,0 | 37.322,4 | 16,7 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 24,3 | 25,3 | 599,8 | 235,9 | -60,7 |
Vöruskiptajöfnuður | -2.949,3 | -17.293,6 | 5.967,8 | -49.178,6 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.