Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 29. júní 2018 14:05 frá upprunalegri útgáfu.
Vöruviðskiptajöfnuður
Í maí 2018 voru fluttar út vörur fyrir 52 milljarða króna og inn fyrir 69,3 milljarða króna fob (73,9 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 17,3 milljarða króna. Í maí 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 23,6 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í maí 2018 var því 6,3 milljörðum króna lægri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 14,7 milljörðum króna samanborið við 17,5 milljarða króna halla í maí 2017.
Á tímabilinu janúar til maí 2018 voru fluttar út vörur fyrir 236,3 milljarða króna en inn fyrir 299,5 milljarða (319,5 milljarða króna cif). Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 63,2 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 71,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn janúar til maí er því 8,1 milljarði króna lægri en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 48,4 milljörðum króna, samanborið við 61,1 milljarð króna á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 37 milljörðum króna hærri en á sama tímabili árið áður, eða 18,5% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 52,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,9% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 40,8% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 27,2% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var í nær öllum undirliðum sjávarafurða en mestu munar um aukningu í ferskum fiski og frystum flökum.
Innflutningur
Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 28,9 milljörðum króna hærri en á sama tímabili árið áður, eða 10,7% á gengi hvors árs¹. Mestu munar um innflutning á eldsneyti og fjárfestingu í flugvélum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til maí 2017 og 2018 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Maí | Janúar-Maí | ári á gengi hvors árs, % | |||
2017 | 2018 | 2017 | 2018 | jan-maí | |
Útflutningur alls fob | 49.273,6 | 52.029,7 | 199.342,8 | 236.305,5 | 19,00 |
Sjávarafurðir | 21.555,9 | 24.308,9 | 75.826,9 | 96.456,1 | 27,20 |
Landbúnaðarvörur | 2.324,1 | 1.984,7 | 8.383,9 | 9.062,7 | 8,10 |
Iðnaðarvörur | 23.824,6 | 24.028,7 | 110.105,7 | 124.311,1 | 12,90 |
Aðrar vörur | 1.569,1 | 1.707,5 | 5.026,3 | 6.475,5 | 28,80 |
Innflutningur alls fob | 72.899,2 | 69.318,3 | 270.678,0 | 299.529,6 | 11,00 |
Matvörur og drykkjarvörur | 5.122,8 | 4.787,7 | 21.570,4 | 23.876,6 | 10,70 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 16.604,5 | 18.861,7 | 74.161,7 | 81.116,5 | 9,40 |
Eldsneyti og smurolíur | 8.422,2 | 10.404,6 | 25.830,4 | 38.428,4 | 48,80 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 14.505,8 | 13.732,2 | 61.149,6 | 65.177,0 | 6,60 |
Flutningatæki | 20.601,3 | 13.479,7 | 54.006,7 | 53.688,0 | - 0,60 |
Neysluvörur ót.a. | 7.622,2 | 8.043,4 | 33.834,2 | 36.959,0 | 9,20 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 20,3 | 8,9 | 125,1 | 284,0 | 127,10 |
Vöruviðskiptajöfnuður | -23.625,5 | -17.288,6 | -71.335,2 | -63.224,2 | - 10,00 |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.