Í október 2018 voru fluttar út vörur fyrir 61,1 milljarð króna og inn fyrir 73,2 milljarða króna fob (78,0 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,1 milljarð króna. Í október 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 6,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í október 2018 var því 5,2 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 11,8 milljörðum króna samanborið við 8,2 milljarða króna halla í október 2017.

Á tímabilinu janúar til október 2018 voru fluttar út vörur fyrir 495,3 milljarða króna en inn fyrir 640,5 milljarða (682,8 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 145,2 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 141,9 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn á tímabilinu janúar til október er því 3,3 milljörðum króna meiri en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 130,4 milljörðum króna, samanborið við 130,7 milljarða króna á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 64,6 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 15,0% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 53,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,6% hærra en á sama tíma árið áður. Hækkunina á milli ára má fyrst og fremst rekja til útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 40,0% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 20,1% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var í öllum undirliðum sjávarafurða en aukninguna á milli ára má meðal annars rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.

Innflutningur
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 67,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 11,9% á gengi hvors árs.¹ Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og unnum hrá- og rekstrarvörum.

Vöruviðskipti

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til október 2017 og 2018
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan-okt
Október Janúar-Október
 2017201820172018
Útflutningur alls fob55.768,661.085,2430.611,7495.260,615,0
Sjávarafurðir20.971,826.575,6164.959,9198.141,420,1
Landbúnaðarvörur1.902,21.900,116.160,315.771,2-2,4
Iðnaðarvörur26.987,930.302,0230.407,7263.963,114,6
Aðrar vörur5.906,72.307,519.083,817.384,8-8,9
Innflutningur alls fob62.654,673.185,9572.549,3640.475,211,9
Matvörur og drykkjarvörur5.222,47.810,247.631,852.913,111,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.15.794,421.048,8151.901,6177.112,916,6
Eldsneyti og smurolíur8.305,411.631,366.537,396.712,145,4
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)13.171,313.341,3122.418,6131.170,87,1
Flutningatæki10.745,78.693,1108.387,6100.545,2-7,2
Neysluvörur ót.a.9.388,210.636,675.430,779.055,64,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)27,224,6241,82.965,51126,6
Vöruviðskiptajöfnuður-6.886,0-12.100,7-141.937,6-145.214,60,0

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni