FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 07. ÁGÚST 2018

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlí 2018 nam fob verðmæti vöruútflutnings 47,6 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 63,1 milljarði króna. Vöruviðskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 15,5 milljarða króna.

Í júlí 2018 var verðmæti vöruútflutnings 9,7 milljörðum króna hærra en í júlí 2017 eða 25,6% á gengi hvors árs. Hækkunina á milli ára má rekja til meðalverðshækkunar á áli og aukins útflutnings á sjávarafurðum.

Verðmæti vöruinnflutnings í júlí 2018 var 3,3 milljörðum króna hærri en í júlí 2017 eða 5,5% á gengi hvors árs. Munurinn á milli ára skýrist aðallega af auknum innflutningi á eldsneyti.

Hafa skal í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.