Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2019 nam fob verðmæti vöruútflutnings 46,5 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 69,3 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 22,8 milljarða króna. Í júní 2018 voru vöruviðskiptin hins vegar óhagstæð um 20,2 milljarða króna á gengi hvors árs. Án skipa og flugvéla var vöruviðskiptajöfnuður óhagstæður um 21,6 milljarða króna í júní 2019 en hann var óhagstæður um 18,2 milljarða í sama mánuði árið áður.

Í júní 2019 var verðmæti vöruútflutnings 4 milljörðum króna lægri en í júní 2018, eða 7,9% á gengi hvors árs. Mest var lækkunin í viðskiptum með iðnaðarvörur.

Verðmæti vöruinnflutnings í júní 2019 var 1,3 milljörðum króna lægri en í júní 2018, eða 1,9% á gengi hvors árs. Mest var lækkunin í eldsneyti og smurolíu og neysluvörum.

Hafa skal í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

Talnaefni