Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2018 nam fob verðmæti vöruútflutnings 48,9 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 57,1 milljarði króna. Vöruviðskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 8,2 milljarða króna.
Í mars 2018 var verðmæti vöruútflutnings 9,2 milljörðum króna hærra en í mars 2017 eða 23% á gengi hvors árs. Hækkun var í öllum flokkum milli ára en mestu munar um sjávarafurðir og iðnaðarvörur.
Verðmæti vöruinnflutnings í mars var 1,5 milljarði króna hærri en í mars 2017 eða 3% á gengi hvors árs.