Vöruviðskiptin í október voru hagstæð um 2,9 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október 2016 nam fob verðmæti vöruútflutnings 49,3 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 46,4 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,9 milljarða króna.