Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september 2019 nam fob verðmæti vöruútflutnings 50,9 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 68,0 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 17,1 milljarð króna. Í september 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 14,3 milljarða króna á gengi hvors árs. Skip og flugvélar hafa óveruleg áhrif á niðurstöður að þessu sinni.

Í september 2019 var verðmæti vöruútflutnings 2,1 milljarði króna hærra en í september 2018, eða 4,4% á gengi hvors árs. Mest var hækkunin í viðskiptum með sjávarafurðir en mesta lækkunin var í viðskiptum með iðnaðarvörur.

Verðmæti vöruinnflutnings í september 2019 var 5,0 milljörðum króna hærra en í september 2018, eða 7,9% á gengi hvors árs. Mest var hækkunin í viðskiptum með hrávörur og rekstarvörur en lækkunin var mest í viðskiptum með fjárfestingarvörur.

Hafa skal í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

Útflutningur, innflutningur og vöruviðskiptajöfnuður 2015–2019, fob-verð í milljörðum króna

Talnaefni