FRÉTT VERÐLAG 19. JANÚAR 2007

Hagstofa Íslands hefur áætlað áhrif af lækkun virðisaukaskatts af matvælum og niðurfellingu vörugjalda 1. mars 2007 á vísitölu neysluverðs. Áætlunin er reist á grunni vísitölu neysluverðs í janúar 2007 og endanlegu uppgjöri á tekjum ríkissjóðs af vörugjöldum árið 2005 að teknu tilliti til áætlaðrar magnbreytingar einkaneyslu til upphafs ársins 2007.

Nánar um áætlun um áhrif breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum 1. mars 2007 á vísitölu neysluverðs  

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.