Út er komið hefti Hagtíðinda um áfengisneyslu á árinu 2004 í efnisflokknum Verðlag og neysla.
Áfengissala hér á landi var um 20,4 millj. lítra árið 2004 á móti 19,2 millj. lítra árið 2003. Aukningin er um 6,3%. Talið í alkóhóllítrum er aukningin hlutfallslega ekki eins mikil, eða 4,4% milli ára, úr 1.458 þús. alkóhóllítrum árið 2003 í 1.523 þús. alkóhóllítra árið 2004. Sala á léttu víni hefur aukist mest, en sala á sterkum drykkjum hefur minnkað stöðugt á síðustu árum. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 6,71 alkóhóllítrum, en var 6,52 alkóhóllítrar á árinu 2003. Sú aukning er 2,9% milli ára, en sambærilegar hækkanir milli ára á þeim mælikvarða hafa verið frá ríflega 2% til ríflega 5% frá árinu 2000.
Áfengisneysla 2004 - útgáfur
Talnaefni