Út er komið hefti Hagtíðinda um áfengisneyslu á árinu 2005 í efnisflokknum Verðlag og neysla. Áfengissala hér á landi var um 21,8 millj. lítra árið 2005 á móti 20,4 millj. lítra árið 2004 og jókst salan því um 6,8%. Talið í alkóhóllítrum er aukningin 6,7%, eða úr 1.523 þús. alkóhóllítrum árið 2004 í 1.625 þús. alkóhóllítra árið 2005. Sala á léttu víni eykst stöðugt og hefur sala á hvítvíni aukist sérstaklega mikið síðustu þrjú árin. Sala á sterkum drykkjum jókst einnig frá árinu 2004, sem er nýmæli miðað við næstu ár á undan. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 7,05 alkóhóllítrum, en var 6,71 alkóhóllítrar á árinu 2004. Sú aukning er ríflega 5% milli ára, sem er með því mesta sem verið hefur á undanförnum árum.
Áfengisneysla 2005 - Hagtíðindi
Talnaefni