FRÉTT VERÐLAG 03. MAÍ 2005

Hagstofan hefur ákveðið að breyta útreikningi á meðalvöxtum í húsnæðislið vísitölu neysluverðs og tekur breytingin gildi í maí 2005. Miðast vextirnir við meðaltal tólf mánaða í stað meðaltals fimm ára eins og verið hefur frá ágúst 2004.

Þegar ákveðið var að reikna vexti af húsnæðislánum sem meðaltal fimm ára var talið líklegt að þeir myndu breytast mun tíðar en verið hafði og gæti það valdið verulegum skammtímasveiflum á vísitölu neysluverðs. Þetta hefur ekki gengið eftir. Vextir af húsnæðislánum lækkuðu úr 5,1% í 4,8% í júlí 2004, þeir lækkuðu síðar á árinu í 4,15% en hafa verið stöðugir eftir það.

Að fenginni þessari reynslu og í ljósi framkominna sjónarmiða í þessum efnum telur Hagstofan rétt að stytta viðmiðunartímabil vaxtanna og taka þannig áhrif af breytingum vaxta örar inn í útreikninginn en áður. Miðað er við að aðferðinni sé haldið óbreyttri til næstu grunnskipta vísitölunnar í mars 2006 og verði hún endurmetin þá. 

Áhrifin af breytingunni nema 0,45% til lækkunar vísitölunnar í maí 2005.

Í nýju hefti Hagtíðinda um vísitölu neysluverðs apríl 2004 til 2005 er gerð nánari grein fyrir breytingunum, aðferðum við útreikning á húsnæðislið vísitölunnar og mælingum vísitölunnar þetta tímabil. 

Í heftinu er einnig að finna ýtarlegt töfluyfirlit um vísitölu neysluverðs frá apríl 2004-2005.

Vísitala neysluverðs apríl 2004-2005 - útgáfur 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.