Birting á samræmdri vísitölu neysluverðs (HICP) fyrir apríl sem birta átti í dag 16. maí er frestað til 20. maí. Einnig hafa verið gerðar breytingar á birtingaráætlun þannig að birting samræmdrar vísitölu neysluverðs í maí færist frá 18. júní til 19. júní, og birting samræmdrar vísitölu neysluverðs í júlí færist frá 15. ágúst til 20. ágúst.

Breytingarnar eru til þess að samræma birtingaráætlanir Hagstofu Íslands og Eurostat.