FRÉTT VERÐLAG 14. DESEMBER 2018

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fyrir árið 2017 var landsframleiðsla á mann á Íslandi 30% yfir meðaltali ESB ríkjanna 28. Ísland var í fimmta sæti Evrópuríkjanna 37* eins og árið þar á undan. Lúxemborg var í fyrsta sæti þar sem landsframleiðsla á mann var 153% yfir meðaltali ESB ríkjanna og Írland í öðru sæti, 81% yfir meðaltalinu. Lúxemborg sker sig úr þar sem fjöldi fólks starfar í landinu og leggur því til landsframleiðslunnar án þess þó að búa þar.

Samkvæmt endanlegum tölum fyrir árið 2015 var magn vergrar landsframleiðslu á mann á Íslandi 26% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28. Ísland var áttunda í röð ríkjanna 37.

Árið 2015 var landsframleiðsla á mann hæst í Lúxemborg, 166 % yfir meðaltali ESB ríkja en þar á eftir kom Írland sem var 78 % yfir meðaltali ESB ríkja.

PPP

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fyrir árið 2017 var magn einstaklingsbundinnar neyslu á mann á Íslandi 17 % yfir meðaltali ESB ríkjanna og var Ísland í sjötta sæti af ríkjunum 37.

Samkvæmt endanlegum tölum fyrir árið 2015 var magn einstaklingsbundinnar neyslu á mann á Íslandi 16 % yfir meðaltali ESB ríkja og var landið sjöunda í röð landanna 37. Þá var Lúxemborg í fyrsta sæti, 40 % yfir meðaltali ESB ríkjanna.

PPP

Hagstofa Íslands tekur þátt í samstarfi hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og OECD um útreikning jafnvirðisgilda (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa.

*37 Evrópuríki eru 28 Evrópusambandsríki auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu.

Frétt Eurostat
Gagnasafn Eurostat

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.