Verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var að meðaltali 2,2% árið 2006 sem er sama verðbólga og mældist árið 2005. Sambærileg verðbólga á Íslandi árið 2006 var 4,6% en árið 2005 var hún 1,4%.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju hefti Hagtíðinda sem gefið hefur verið út.
Samræmd vísitala neysluverðs 2006 - Hagtíðindi
Talnaefni