Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 115,3 stig (1996=100) í júlí sl. og lækkaði um 0,2% frá júní. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 128,5 stig, lækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði.
Frá júlí 2003 til jafnlengdar árið 2004 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,2% að meðaltali í ríkjum EES, 2,3% á evrusvæðinu og 2,8% á Íslandi.
Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 8,3% í Slóvakíu og 7,2% í Ungverjalandi. Í Finnlandi mældist 0,2% verðhækkun og í Danmörku var verðbólgan 1,1%.
Í EES ríkjum er miðað við samræmda evrópska neysluverðsvísitölu. Í Bandaríkjunum, Japan og Sviss er miðað við neysluverðsvísitölur. |
1) Verðbólga í viðskiptalöndum mæld með gengisvog Seðlabanka Íslands. |