TALNAEFNI VERÐLAG 23. APRÍL 2025

Samræmd vísitala neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu í mars 2025 hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Á einu ári hefur vísitalan hækkað um 2,5%.

Frá og með janúar 2026 verður samræmd vísitala neysluverð reiknuð með nýrri útgáfu af Coicop-flokkunarkerfinu. Nýja útgáfan nefnist Coicop 2018 og má nálgast enska lýsingu á vef Sameinuðu þjóðanna. Stefnt er að því að skipt verði yfir í nýju útgáfuna fyrir vísitölu neysluverðs á sama tíma en nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur áramótum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.