Verðlag matvöru og óáfengra drykkja á Ísland var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 árið 2015. Það var fjórða hæst af 38 Evrópuríkjum sem tóku þátt í samanburðinum (Evrópusambandsríkin 28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu, Makedóníu og Kósóvó).
Verðlag matvöru og óáfengra drykkja var hæst í Sviss, 73% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 en lægst Makedóníu.
Verðlag á brauði og kornvöru á Íslandi var 36% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fimmta hæst af ríkjunum 38.
Verðlag á kjötvöru á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var þriðja hæst af ríkjunum 38.
Verðlag á mjólk, osti og eggjum á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38.
Verðlag á áfengum drykkjum á Íslandi var 126% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var næst hæst af ríkjunum 38.
Verðlag á tóbaki á Íslandi var 47% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38.
Hagstofa Íslands tekur þátt í samstarfi Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og OECD um útreikning jafnvirðisgilda (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa.
Gagnasafn Eurostat um jafnvirðisgildi (PPP)