Vísitala byggingarkostnaðar í mars 2025 hækkar um 0,6% frá fyrri mánuði. Kostnaður við innflutt efni jókst um 0,8% en hins vegar dróst kostnaður tengdur innlendu efni saman um 0,1%. Þá jókst launakostnaður um 1,3% og kostnaður við vélar, flutning og orkunotkun um 0,8%.