Vísitala byggingarkostnaðar, sem er reiknuð í febrúar 2022, er 101.4 stig á grunni desember 2021=100. Vísitalan mælist 0,7% hærri en í janúar 2022. Kostnaður við innlent efni jókst um 0,6% á meðan innflutt efni dróst saman um 0,6%. Þá jókst kostnaður við vélar, flutning og orkunotkun um 5,3%.
Útreikningur á launakostnaði vísitölu byggingarkostnaðar byggir á mælingum úr launarannsókn Hagstofu Íslands. Mælingin í febrúar 2022 er fyrsta mælingin sem fengin er úr launarannsókninni. Mælingin sýnir breytingu launakostnaðar frá desember 2021 til janúar 2022.
Áður útgefin birtingaráætlun fyrir vísitölu byggingarkostnaðar árið 2022 hefur verið uppfærð og kemur talnaefni fyrir vísitöluna til með að uppfærast á vef Hagstofunnar eftirfarandi daga:
- 23. mars 2022
- 26. apríl 2022
- 25. maí 2022
- 24. júní 2022
- 22. júlí 2022
- 24. ágúst 2022
- 26. september 2022
- 24. október 2022
- 23. nóvember 2022
- 22. desember 2022