Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst 2019. Afurðir stóriðju hækkuðu um 0,5% (áhrif á vísitölu 0,2%), annar iðnaður lækkaði um 0,5% (-0,1%) og sjávarafurðir lækkuðu um 1,6% (-0,4%).

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 6,6% frá ágúst 2018 til ágúst 2019. Þar af hækkuðu sjávarafurðir um 19,6%, annar iðnaður hækkaði um 8,5%, matvæli hækkuðu um 4,0% og á sama tíma lækkuðu afurðir stóriðju um 1,7%.

Útfluttar afurðir hækkuðu um 7,5% á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands hækkaði um 4,9%.

Vísitala framleiðsluverðs í ágúst 2019
  Breyting frá fyrri mánuði 
Vísitala
4. ársf. 2005 = 100
% Áhrif á
vísitölu %
Breyting frá
fyrra ári %
         
Vísitala framleiðsluverðs 212,5 -0,3 -0,3 6,6
Eftir atvinnugreinum  
Sjávarafurðir 297,8 -1,6 -0,4 19,6
Stóriðja 203,3 0,5 0,2 -1,7
Matvæli 183,1 0,3 0,0 4,0
Annar iðnaður 156,5 -0,5 -0,1 8,5
   
Eftir mörkuðum  
Innlend sala 175,3 -0,2 -0,1 4,9
Útfluttar afurðir 235,2 -0,3 -0,2 7,5

Vísitala framleiðsluverðs

Talnaefni