Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 1,1% milli október og nóvember 2019. Annar iðnaður hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,2%). Matvæli lækkuðu um 0,6% (-0,1%), Sjávarafurðir lækkuðu um 1,1% (-0,3%) á meðan afurðir stóriðju lækkuðu um 2,7% (-0,9%).
Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 3,3% frá nóvember 2018 til nóvember 2019. Þar af hækkuðu sjávarafurðir um 6,6%, annar iðnaður hækkaði um 3,1%, matvæli hækkuðu um 1,7% og á sama tíma lækkuðu afurðir stóriðju um 15,9%.
Útfluttar afurðir lækkuðu um 5,6% á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands hækkaði um 0,8%.
Vísitala framleiðsluverðs í nóvember 2019 | ||||
Breyting frá fyrri mánuði | ||||
Vísitala 4. ársf. 2005 = 100 | % | Áhrif á vísitölu % | Breyting frá fyrra ári % | |
Vísitala framleiðsluverðs | 209,0 | -1,1 | -1,1 | -3,3 |
Eftir atvinnugreinum | ||||
Sjávarafurðir | 297,5 | -1,1 | -0,3 | 6,6 |
Stóriðja | 194,3 | -2,7 | -0,9 | -15,9 |
Matvæli | 181,2 | -0,6 | -0,1 | 1,7 |
Annar iðnaður | 157,6 | 0,8 | 0,2 | 3,1 |
Eftir mörkuðum | ||||
Innlend sala | 174,2 | -0,2 | -0,1 | 0,8 |
Útfluttar afurðir | 230,1 | -1,6 | -1,0 | -5,6 |
Þessi frétt um vísitölu framleiðsluverðs er síðasta reglubundna fréttin um vísitöluna. Frá og með birtingu í janúar 2020 verður talnaefni uppfært án reglubundinna frétta. Birtingaráætlun Hagstofu Íslands fyrir árið 2020 hefur verið uppfærð til samræmis við þessa breytingu. Á útgáfudegi verður almenn tilkynning birt á vef Hagstofu Íslands um að talnaefni hafi verið uppfært og póstur sendur til áskrifenda