Vísitala neysluverðs hækkaði um 11,9% frá apríl 2008 til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 15,6%. Hratt hefur dregið úr verðbólgu síðustu mánuði eftir miklar verðbreytingar sem náðu hámarki í janúar 2009.
Nú hefur verið gefið út sérstakt hefti Hagtíðinda um vísitölu neysluverðs frá apríl 2008 til apríl 2009. Í því eru birtar töflur um þróun hennar síðustu tólf mánuði og vikið að árlegri endurnýjun á grunni vísitölunnar í mars 2009. Einnig er fjallað um útreikning á kostnaði vegna eigin húsnæðis og áhrif þess að makaskipti hafa aukist mjög í húsnæðisviðskiptum. Þá er vikið að vandamálum sem komið hafa upp við vísitöluútreikningana vegna breyttra efnahagsaðstæðna á Íslandi.
Vísitala neysluverðs apríl 2008-2009 - Hagtíðindi
Talnaefni