Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2015 er 427,0 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,14% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 395,6 stig og hækkaði um 0,05% frá mars.
Kostnaður vegna liðarins húsnæði, hiti og rafmagn hækkaði um 0,43% (áhrif á vísitöluna 0,12%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% og vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% sem jafngildir 7,6% verðbólgu á ári (6,7% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2015, sem er 427,0 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2015. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.431 stig fyrir júní 2015.
Vísitala neysluverðs í apríl er reiknuð á nýjum grunni, mars 2015, og byggist hann á niðurstöðum úr rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna 2010–2012 auk annarra heimilda. Til viðbótar útgjaldarannsókn hefur Hagstofan notast við ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins, svo sem einkaneyslu og nýskráningar bifreiða. Innbyrðis vægi dagvöruverslana hefur verið uppfært og eru áhrif þeirrar breytingar að þessu sinni óveruleg. Að öðru leyti veldur endurnýjun grunnsins sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl. Hlutfallslega skiptingu vísitölunnar á gömlum og nýjum grunni í mars 2015 má finna í meðfylgjandi minnisblaði.
Við grunnskiptin nú í apríl er tekin í notkun ný útreikningsaðferð við mælingar á verði síma- og internetþjónustu eins og greint var frá í frétt 29. október 2014. Nýtt eru ítarleg gögn frá símafyrirtækjum um verð, magn og verðmæti veittrar þjónustu. Mældur er raunkostnaður neytenda í stað þess að miða eingöngu við breytingar á gjaldskrám símafyrirtækja. Árangur útreikningsaðferðarinnar verður endurmetinn við næstu grunnskipti í apríl 2016.
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2015 | ||||
Undirvísitölur mars 1997=100 | Breyting síðustu 12 mánuði | |||
Áhrif á vísit. | ||||
Mars | Apríl | % | ||
Vísitala neysluverðs | 238,9 | 239,3 | 1,4 | 1,4 |
Þar af: | ||||
Innlendar vörur og grænmeti | 216,9 | 217,0 | 2,4 | 0,3 |
Búvörur og grænmeti | 204,0 | 203,8 | 2,5 | 0,2 |
Innlendar vörur án búvöru | 226,2 | 226,5 | 2,4 | 0,2 |
Innfluttar vörur alls | 194,6 | 194,4 | -3,7 | -1,3 |
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks | 185,3 | 185,1 | -4,0 | -1,3 |
Dagvara | 211,8 | 211,6 | 1,4 | 0,2 |
Breytingar vísitölu neysluverðs 2014–2015 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Breytingar í hverjum mánuði, % | ||||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
Vísitala | ||||||
2014 | ||||||
Apríl | 421,0 | 0,3 | 3,8 | 5,0 | 2,8 | 2,3 |
Maí | 421,3 | 0,1 | 0,9 | 2,5 | 2,2 | 2,4 |
Júní | 422,8 | 0,4 | 4,4 | 3,0 | 1,9 | 2,2 |
Júlí | 422,1 | -0,2 | -2,0 | 1,0 | 3,0 | 2,4 |
Ágúst | 423,1 | 0,2 | 2,9 | 1,7 | 2,1 | 2,2 |
September | 422,6 | -0,1 | -1,4 | -0,2 | 1,4 | 1,8 |
Október | 423,2 | 0,1 | 1,7 | 1,0 | 1,0 | 1,9 |
Nóvember | 421,0 | -0,5 | -6,1 | -2,0 | -0,1 | 1,0 |
Desember | 422,3 | 0,3 | 3,8 | -0,3 | -0,2 | 0,8 |
2015 | ||||||
Janúar | 419,3 | -0,7 | -8,2 | -3,6 | -1,3 | 0,8 |
Febrúar | 422,1 | 0,7 | 8,3 | 1,0 | -0,5 | 0,8 |
Mars | 426,4 | 1,0 | 12,9 | 3,9 | 1,8 | 1,6 |
Apríl | 427,0 | 0,1 | 1,7 | 7,6 | 1,8 | 1,4 |