Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst 2009 er 346,9 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 326,1 stig og hækkaði hún um 0,68% frá júlí.
Sumarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,9% (vísitöluáhrif 0,32%). Verð dagvara hækkaði um 1,1% milli mánaða (0,19). Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,8% (-0,10%) og voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,06% en af lækkun raunvaxta -0,04%.
Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,5% (0,18%). Verð á húsgögnum lækkaði um 3,8% (-0,10%) og verð nýrra bíla lækkaði um 4,4% (-0,16%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% sem jafngildir 8,6% verðbólgu á ári (13,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í ágúst 2009, sem er 346,9 stig gildir til verðtryggingar í október 2009. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 6.850 stig fyrir október 2009.
Breytingar vísitölu neysluverðs 2008–2009 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Breytingar í hverjum mánuði, % | ||||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
Vísitala | ||||||
2008 | ||||||
Ágúst | 312,8 | 0,9 | 11,4 | 11,5 | 19,5 | 14,5 |
September | 315,5 | 0,9 | 10,9 | 11,4 | 18,0 | 14,0 |
Október | 322,3 | 2,2 | 29,2 | 16,8 | 15,2 | 15,9 |
Nóvember | 327,9 | 1,7 | 23,0 | 20,8 | 16,0 | 17,1 |
Desember | 332,9 | 1,5 | 19,9 | 24,0 | 17,5 | 18,1 |
2009 | ||||||
Janúar | 334,8 | 0,6 | 7,1 | 16,4 | 16,6 | 18,6 |
Febrúar | 336,5 | 0,5 | 6,3 | 10,9 | 15,7 | 17,6 |
Mars | 334,5 | -0,6 | -6,9 | 1,9 | 12,4 | 15,2 |
Apríl | 336,0 | 0,4 | 5,5 | 1,4 | 8,7 | 11,9 |
Maí | 339,8 | 1,1 | 14,4 | 4,0 | 7,4 | 11,6 |
Júní | 344,5 | 1,4 | 17,9 | 12,5 | 7,1 | 12,2 |
Júlí | 345,1 | 0,2 | 2,1 | 11,3 | 6,2 | 11,3 |
Ágúst | 346,9 | 0,5 | 6,4 | 8,6 | 6,3 | 10,9 |
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2009 | ||||
Undirvísitölur mars 1997=100 | Breyting síðustu 12 mánuði | |||
Áhrif á vísit. | ||||
Júlí | Ágúst | % | ||
Vísitala neysluverðs | 193,3 | 194,3 | 10,9 | 10,9 |
Þar af: | ||||
Innlendar vörur | 168,7 | 171,0 | 12,6 | 1,6 |
Búvörur og grænmeti | 158,7 | 162,5 | 8,7 | 0,5 |
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis | 176,2 | 177,2 | 15,7 | 1,1 |
Innfluttar vörur alls | 173,0 | 174,0 | 22,5 | 7,9 |
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks | 166,9 | 168,0 | 21,4 | 6,9 |
Kjarnavísitala 1 (VNV án búvöru, grænm., | ||||
ávaxta og bensíns) | 193,7 | 194,1 | 10,9 | 9,5 |
Kjarnavísitala 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) | 196,8 | 197,2 | 11,4 | 9,2 |
Kjarnavísitala 3 (kjarnavísitala 2 án vaxtaáhrifa) | 195,1 | 195,7 | 12,1 | 9,6 |
Dagvara | 174,8 | 176,7 | 17,5 | 2,9 |
Talnaefni