Vísitala neysluverðs í apríl 2007 er 268,7 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,60% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 243,7 stig, hækkaði um 0,21% frá mars.
Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5% (vísitöluáhrif 0,45%) og var það nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs. Verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5% (0,24%) þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9% (-0,12%) og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,2% síðastliðna 12 mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,7% verðbólgu á ári (2,6% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs í apríl 2007, sem er 268,7 stig, gildir til verðtryggingar í maí 2007. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 5.305 stig fyrir maí 2007.
Grunnur vísitölu neysluverðs er endurnýjaður í mars á hverju ári og byggist hann nú á þriggja ára meðaltali heimilisútgjalda samkvæmt útgjaldarannsókn Hagstofunnar árin 2003-2005. Árleg grunnskipti leiða til þess að ekki verða verulegar breytingar á skiptingu útgjalda frá einu ári til annars. Þá skal tekið fram að endurnýjun vísitölugrunnsins veldur ekki sem slík breytingum á vísitölunni milli mars og apríl.
Hinn 3. maí nk. verður gefið út hefti Hagtíðinda um vísitölu neysluverðs þar sem nánar verður fjallað um breytingar hennar undangengið ár.
Breytingar vísitölu neysluverðs 2006–2007 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Breytingar í hverjum mánuði, % | ||||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
Vísitala | ||||||
2006 | ||||||
Mars | 252,3 | 1,1 | 14,3 | 5,6 | 4,4 | 4,5 |
Apríl | 255,2 | 1,1 | 14,7 | 9,1 | 5,5 | 5,5 |
Maí | 258,9 | 1,4 | 18,9 | 15,9 | 9,0 | 7,6 |
Júní | 261,9 | 1,2 | 14,8 | 16,1 | 10,7 | 8,0 |
Júlí | 263,1 | 0,5 | 5,6 | 13,0 | 11,0 | 8,4 |
Ágúst | 264,0 | 0,3 | 4,2 | 8,1 | 12,0 | 8,6 |
September | 265,6 | 0,6 | 7,5 | 5,8 | 10,8 | 7,6 |
Október | 266,2 | 0,2 | 2,7 | 4,8 | 8,8 | 7,2 |
Nóvember | 266,1 | 0,0 | -0,4 | 3,2 | 5,6 | 7,3 |
Desember | 266,2 | 0,0 | 0,5 | 0,9 | 3,3 | 7,0 |
2007 | ||||||
Janúar | 266,9 | 0,3 | 3,2 | 1,1 | 2,9 | 6,9 |
Febrúar | 268,0 | 0,4 | 5,1 | 2,9 | 3,1 | 7,4 |
Mars | 267,1 | -0,3 | -4,0 | 1,4 | 1,1 | 5,9 |
Apríl | 268,7 | 0,6 | 7,4 | 2,7 | 1,9 | 5,3 |
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2007 | ||||
Undirvísitölur mars 1997=100 | Breyting síðustu 12 mánuði | |||
Áhrif á vísit. | ||||
Mars | Apríl | % | ||
Vísitala neysluverðs | 149,6 | 150,6 | 5,3% | 5,3% |
Þar af: | ||||
Innlendar vörur | 129,9 | 129,0 | -0,5% | -0,1% |
Búvörur og grænmeti | 126,3 | 125,4 | -0,3% | 0,0% |
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis | 132,0 | 131,2 | -0,7% | -0,1% |
Innfluttar vörur alls | 119,5 | 120,1 | 3,5% | 1,2% |
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks | 115,4 | 116,0 | 3,3% | 1,0% |
Kjarnavísitala 1 (VNV án búvöru, grænm., | ||||
ávaxta og bensíns) | 151,9 | 153,0 | 6,4% | 5,6% |
Kjarnavísitala 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) | 152,6 | 153,8 | 6,6% | 5,4% |
Dagvara | 124,3 | 123,5 | 0,1% | 0,0% |
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.