FRÉTT VERÐLAG 28. APRÍL 2016

Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 28. apríl 2016 15:50 frá upprunalegri útgáfu.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2016 er 433,7 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,21% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 396,5 stig og hækkaði hún um 0,10% frá mars.

Kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkar um 0,4% (áhrif á vísitöluna 0,10%) og bensín og olíur hækka um 2,9% (0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 0,2%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2016, sem er 433,7 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2016. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.563 stig fyrir júní 2016.

Vísitala neysluverðs í apríl er reiknuð á nýjum grunni, mars 2016, og byggist hann á niðurstöðum úr rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna 2011–2014 auk annarra heimilda. Til viðbótar útgjaldarannsókn hefur Hagstofan notast við ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins, svo sem um nýskráningar bifreiða. Innbyrðis vægi dagvöruverslana hefur verið uppfært og eru áhrif þeirrar breytingar að þessu sinni 0,01 til lækkunar vísitölunnar. Að öðru leyti veldur endurnýjun grunnsins sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl. Hlutfallslega skiptingu vísitölunnar á gömlum og nýjum grunni í mars 2016 má finna í meðfylgjandi minnisblaði.

Frá og með apríl 2016 breytir Hagstofa Íslands um verðsöfnunaraðferð á dagvörum í vísitölu neysluverðs. Nú eru nýttar rafrænar verðmælingar sem fást úr kassakerfum dagvöruverslana, en áður var notað hilluverð sem skráð var í búðarheimsóknum. Í þessum áfanga hefur eingöngu framkvæmd verðsöfnunar verið breytt en útreikningur og aðferðir til þess að bera saman verð milli mánaða eru óbreyttar.

Ýmiss ávinningur er af þessari breytingu. Rafrænu gögnin gera Hagstofu Íslands kleift að nota meðalverð í verðsöfnunarviku við útreikning í stað meðalverðs verslana á þeim dögum sem þær voru heimsóttar. Fleiri verðmælingar innan vikunnar, fleiri verslanir, fleiri vörur og betri heimildir um hvaða vörur skuli valdar í úrtakið bæta gæði og auka stöðugleika verðmælinga. Fjöldi verðmælinga úr dagvöruverslunum sem nýttar eru við mánaðarlegan útreikning á vísitölu neysluverðs fer úr 9-10 þúsund á mánuði í 120-130 þúsund. Þekja verslana í úrtaki verður betri þar sem rafrænu gögnin eru frá fleiri verslunum en áður, auk þess sem gögnin auðvelda endurskoðun á vörusafni við grunnskipti þar sem söluverðmæti vara liggur fyrir.

Nýting á rafrænum gögnum nú er upphafið á innleiðingu Hagstofu Íslands á kassakerfisgögnum frá dagvöruverslunum í útreikningi á neysluverðsvísitölunni. Frekari breytinga á dagvörulið vísitölunnar er að vænta á næstu árum samhliða betri gagnanýtingu. Tímanlega verður gerð grein fyrir breytingum á útreikningi vísitölunnar í samræmi við stefnu Hagstofu Íslands um endurskoðun hagtalna.

Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2016
Undirvísitölur mars 1997=100     Breyting síðustu 12 mánuði
     
        Áhrif á vísit.
  Mars Apríl %
         
Vísitala neysluverðs 242,5 243,0 1,6 1,6
Þar af:        
Innlendar vörur og grænmeti 222,6 223,6 3,1 0,4
Búvörur og grænmeti 209,0 210,5 3,3 0,2
Innlendar vörur án búvöru 232,5 232,9 2,8 0,2
Innfluttar vörur alls 189,6 189,9 -2,3 -0,8
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks  179,7 180,0 -2,8 -0,9
Dagvara 215,5 216,1 2,1 0,4
Breytingar vísitölu neysluverðs 2015-2016
Maí 1988 = 100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
    Breytingar í hverjum mánuði, %
    Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu  12 mánuði, %
  Vísitala
2015            
Apríl 427,0 0,1 1,7 7,6 1,8 1,4
Maí 428,2 0,3 3,4 5,9 3,4 1,6
Júní 429,3 0,3 3,1 2,7 3,3 1,5
Júlí 430,0 0,2 2,0 2,8 5,2 1,9
Ágúst 432,3 0,5 6,6 3,9 4,9 2,2
September 430,6 -0,4 -4,6 1,2 2,0 1,9
Október 430,9 0,1 0,8 0,8 1,8 1,8
Nóvember 429,4 -0,3 -4,1 -2,7 0,6 2,0
Desember 430,8 0,3 4,0 0,2 0,7 2,0
2016            
Janúar 428,3 -0,6 -6,7 -2,4 -0,8 2,1
Febrúar 431,2 0,7 8,4 1,7 -0,5 2,2
Mars 432,8 0,4 4,5 1,9 1,0 1,5
Apríl 433,7 0,2 2,5 5,1 1,3 1,6

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.