FRÉTT VERÐLAG 27. APRÍL 2017

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2017 er 442,1 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,50% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 389,2 stig og er hún óbreytt frá mars.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkar um 2,6% (áhrif á vísitöluna 0,49%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 1,8%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2017, sem er 442,1 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2017. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.729 stig fyrir júní 2017.

Vísitala neysluverðs í apríl er reiknuð á nýjum grunni, mars 2017, og byggist hann á niðurstöðum úr rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna 2012–2015 auk annarra heimilda. Til viðbótar útgjaldarannsókn hefur Hagstofan notast við ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins, svo sem um nýskráningar bifreiða. Við grunnskipti er einnig innbyrðis vægi dagvöruverslana endurskoðað en áhrif af því voru hverfandi að þessu sinni. Að öðru leyti veldur endurnýjun grunnsins sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl. Hlutfallslega skiptingu vísitölunnar á gömlum og nýjum grunni í mars 2017 má finna í meðfylgjandi minnisblaði.

Breytingar vísitölu neysluverðs 2016-2017
Maí 1988 = 100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
    Breytingar í hverjum mánuði, %
    Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu  12 mánuði, %
  Vísitala
2016            
Apríl 433,7 0,2 2,5 5,1 1,3 1,6
Maí 435,5 0,4 5,1 4,0 2,9 1,7
Júní 436,3 0,2 2,2 3,3 2,6 1,6
Júlí 434,9 -0,3 -3,8 1,1 3,1 1,1
Ágúst 436,4 0,3 4,2 0,8 2,4 0,9
September 438,5 0,5 5,9 2,0 2,7 1,8
Október 438,5 0,0 0,0 3,4 2,2 1,8
Nóvember 438,4 0,0 -0,3 1,8 1,3 2,1
Desember 439,0 0,1 1,7 0,5 1,2 1,9
2017            
Janúar 436,5 -0,6 -6,6 -1,8 0,7 1,9
Febrúar 439,6 0,7 8,9 1,1 1,5 1,9
Mars 439,9 0,1 0,8 0,8 0,6 1,6
Apríl 442,1 0,5 6,2 5,2 1,6 1,9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.