Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í apríl 2019, er 467,0 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,37% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 399,4 stig og hækkar um 0,48% frá mars 2019.
Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 20,6% frá fyrri mánuði (áhrif á vísitölu 0,29%). Gjaldþrot fyrirtækis í farþegaflugi til og frá Íslandi um síðustu mánaðarmót hafði áhrif á niðurstöðu mælingar á vísitölu neysluverðs nú. Auk þess er algengt er að sjá hærri flugfargjöld í kringum páska. Mælingin tekur tillit verðs á helstu flugleiðum milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar. Mælt er verð hjá helstu þjónustuveitendum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferðast sé frá Íslandi og aftur til baka.
Verð á bensíni og olíum hækkaði um 2,5% (0,08%) milli mánaða.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 2,8%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2019, sem er 467,0 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2019. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.221 stig fyrir júní 2019.
Vísitala neysluverðs í apríl er reiknuð á nýjum grunni, mars 2019, og byggist hann á niðurstöðum úr rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna 2016–2017 auk annarra heimilda, svo sem um nýskráningar bifreiða. Innbyrðis vægi dagvöruverslana stóð í stað. Endurnýjun grunnsins veldur sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl. Hlutfallslega skiptingu vísitölunnar á gömlum og nýjum grunni í mars 2019 má finna í meðfylgjandi minnisblaði.
Breytingar á vísitölu neysluverðs 2018-2019 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Vísitala | Breytingar í hverjum mánuði, % | |||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu12 mánuði, % | |||
2018 | ||||||
Apríl | 452,2 | 0,0 | 0,5 | 4,9 | 2,5 | 2,3 |
Maí | 451,8 | -0,1 | -1,1 | 2,1 | 2,6 | 2,0 |
Júní | 454,6 | 0,6 | 7,7 | 2,3 | 3,3 | 2,6 |
Júlí | 454,8 | 0,0 | 0,5 | 2,3 | 3,6 | 2,7 |
Ágúst | 455,7 | 0,2 | 2,4 | 3,5 | 2,8 | 2,6 |
September | 456,8 | 0,2 | 2,9 | 1,9 | 2,1 | 2,7 |
Október | 459,4 | 0,6 | 7,0 | 4,1 | 3,2 | 2,8 |
Nóvember | 460,5 | 0,2 | 2,9 | 4,3 | 3,9 | 3,3 |
Desember | 463,9 | 0,7 | 9,2 | 6,4 | 4,1 | 3,7 |
2019 | ||||||
Janúar | 462,0 | -0,4 | -4,8 | 2,3 | 3,2 | 3,4 |
Febrúar | 462,9 | 0,2 | 2,4 | 2,1 | 3,2 | 3,0 |
Mars | 465,3 | 0,5 | 6,4 | 1,2 | 3,8 | 2,9 |
Apríl | 467,0 | 0,4 | 4,5 | 4,4 | 3,3 | 3,3 |