Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í apríl 2025, er 649,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,93% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 522,0 stig og hækkar um 0,93% frá mars 2025.
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitöluna 0,12%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,1% (0,22%). Flugfargjöld til útlanda hækkuðu einnig um 20,4% (0,40%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2025, sem er 649,7 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2025.