Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2021, er 493,4 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,69% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 422,5 stig og hækkar um 0,76% frá janúar 2021.

Vetrarútsölur eru víða gengnar til baka og hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 3,2% (áhrif á vísitöluna 0,17%) og verð á fötum og skóm um 4,4% (0,15%). Viðhald og viðgerðir á húsnæði hækkuðu um 2,2% (0,11%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,5%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í febrúar 2021, sem er 493,4 stig, gildir til verðtryggingar í apríl 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.742 stig fyrir apríl 2021.

Breytingar á vísitölu neysluverðs 2020-2021
Maí 1988 = 100 Vísitala Mánaðarbreyting, % Ársbreyting, %
2020
Febrúar 474,1 0,92 2,4
Mars 475,2 0,23 2,1
Apríl 477,5 0,48 2,2
Maí 480,1 0,54 2,6
Júní 482,2 0,44 2,6
Júlí 482,9 0,15 3,0
Ágúst 485,1 0,46 3,2
September 487,0 0,39 3,5
Október 489,1 0,43 3,6
Nóvember 489,3 0,04 3,5
Desember 490,3 0,20 3,6
2021
Janúar 490,0 -0,06 4,3
Febrúar 493,4 0,69 4,1

Talnaefni