FRÉTT VERÐLAG 25. FEBRÚAR 2022

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, er 523,9 stig (maí 1988=100) og hækkar um 1,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 440,3 stig og hækkar um 1,26% frá janúar 2022.

Verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 7,5% (áhrif á vísitöluna 0,47%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (-0,14%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,2%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í febrúar 2022, sem er 523,9 stig, gildir til verðtryggingar í apríl 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.344 stig fyrir apríl 2022.

Í útreikningum á árgreiðsluhluta reiknaðrar húsaleigu (COICOP 042) verður nú og eftirleiðis notað nafnvirði kaupsamninga í stað núvirðis. Breytingin er afleiðing af breyttri skráningu á upplýsingum úr kaupsamningum eins og greint var frá í frétt Þjóðskrár Íslands þann 21. desember 2021.

Óverulegur munur er á nafnvirði og núvirði þar sem uppgjör á milli kaupenda og seljenda fasteigna tekur skamman tíma. Mismunur kaupverðs og núvirðis hefur ekki áhrif til hækkunar eða lækkunar reiknaðrar húsaleigu í vísitölu neysluverðs þar sem ætíð eru bornar saman stærðir af sama tagi á milli mánaða.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.