Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í janúar 2023, er 569,4 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,85% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 470,9 stig og hækkar um 0,88% frá desember 2022.
Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 2,0% (áhrif á vísitöluna 0,30%). Hluti af þeirri hækkun skýrist af hækkun á mjólk, ostum og eggjum um 4,4% (0,12%). Áfengi og tóbak hækkaði um 5,5% (0,13%), hitaveita hækkaði um 6,0% (0,12%), nýir bílar hækkuðu um 9,8% (0,52%) og veitingar um 2,4% (0,11%).
Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkuðu föt og skór um 8,4% (-0,29%), húsgögn og heimilisbúnaður um 4,4% (-0,10%) og raftæki um 6,2% (-0,12%). Einnig lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 9,4% (-0,20%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,3%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í janúar 2023, sem er 569,4 stig, gildir til verðtryggingar í mars 2023. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 11.243 stig fyrir mars 2023.