FRÉTT VERÐLAG 29. JÚNÍ 2022

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2022, er 547,1 stig (maí 1988=100) og hækkar um 1,41% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 455,1 stig og hækkar um 1,09% frá maí 2022.

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitöluna 0,11%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,9% (0,56%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 10,4% (0,39%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,5%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2022, sem er 547,1 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.802 stig fyrir ágúst 2022.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.