Vísitala neysluverðs í mars 2007 er 267,1 stig (maí 1988=100) og lækkaði um 0,34% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 243,2 stig, lækkaði um 0,86% frá febrúar.
Hinn 1. mars lækkaði virðisaukaskattur af matvælum og fleiri vörum og þjónustu. Á þær vörur sem áður lagðist 14% skattur leggst nú 7% og á það við um flestar matvörur, hitunarkostnað, afnotagjöld, bækur o.fl. Virðisaukaskattur af sætindum og drykkjarvörum öðrum um áfengi og veitingum lækkaði úr 24,5% í 7%. Þá voru vörugjöld afnumin af flestum matvælum og tollar á kjöt lækkaðir.
Frá febrúar til mars lækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 7,4% (vísitöluáhrif -1,01%) og hefur lækkun virðisaukaskatts á matvælum því skilað sér vel. Áhrif af lækkun vörugjalda og tolla eru hins vegar ekki komin fram. Verð á veitingum lækkaði um 3,2% (-0,15%) en hefði átt að lækka um 8,8% ef lækkun virðisaukaskatts hefði skilað sér að fullu og ekki komið til annarra verðbreytinga.
Útsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 12,3% (0,49%). Þá jókst kostnaður vegna eigin húsnæðis um 1,3% (0,24%), þar af voru 0,17% áhrif af hækkun markaðsverðs, 0,06% af hækkun vaxta.
Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn fastskattavísitölu miðað við að virðisaukaskatti sé haldið föstum eins og hann var í febrúar 2007. Þessi vísitala hækkaði um 1,42% milli mánaða. Nánar er gerð grein fyrir útreikningi hennar og áhrifum af lækkun virðisaukaskatts í minnisblaði sem fylgir með.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári (2,9% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs í mars 2007, sem er 267,1 stig, gildir til verð¬tryggingar í apríl 2007. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 5.274 stig fyrir apríl 2007.
Breytingar vísitölu neysluverðs 2006–2007 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Breytingar í hverjum mánuði, % | ||||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
Vísitala | ||||||
2006 | ||||||
Mars | 252,3 | 1,1 | 14,3 | 5,6 | 4,4 | 4,5 |
Apríl | 255,2 | 1,1 | 14,7 | 9,1 | 5,5 | 5,5 |
Maí | 258,9 | 1,4 | 18,9 | 15,9 | 9,0 | 7,6 |
Júní | 261,9 | 1,2 | 14,8 | 16,1 | 10,7 | 8,0 |
Júlí | 263,1 | 0,5 | 5,6 | 13,0 | 11,0 | 8,4 |
Ágúst | 264,0 | 0,3 | 4,2 | 8,1 | 12,0 | 8,6 |
September | 265,6 | 0,6 | 7,5 | 5,8 | 10,8 | 7,6 |
Október | 266,2 | 0,2 | 2,7 | 4,8 | 8,8 | 7,2 |
Nóvember | 266,1 | 0,0 | -0,4 | 3,2 | 5,6 | 7,3 |
Desember | 266,2 | 0,0 | 0,5 | 0,9 | 3,3 | 7,0 |
2007 | ||||||
Janúar | 266,9 | 0,3 | 3,2 | 1,1 | 2,9 | 6,9 |
Febrúar | 268,0 | 0,4 | 5,1 | 2,9 | 3,1 | 7,4 |
Mars | 267,1 | -0,3 | -4,0 | 1,4 | 1,1 | 5,9 |
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2007 | ||||
Undirvísitölur mars 1997=100 | Breyting síðustu 12 mánuði | |||
Áhrif á vísit. | ||||
Febrúar | Mars | % | ||
Vísitala neysluverðs | 150,1 | 149,6 | 5,9% | 5,9% |
Þar af: | ||||
Innlendar vörur | 138,4 | 129,9 | 0,0% | 0,0% |
Búvörur og grænmeti | 133,8 | 126,3 | 0,9% | 0,1% |
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis | 141,3 | 132,0 | -0,6% | -0,1% |
Innfluttar vörur alls | 118,0 | 119,5 | 5,5% | 1,9% |
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks | 113,7 | 115,4 | 5,6% | 1,7% |
Kjarnavísitala 1 (VNV án búvöru, grænm., | ||||
ávaxta og bensíns) | 152,0 | 151,9 | 6,5% | 5,6% |
Kjarnavísitala 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) | 152,5 | 152,6 | 6,7% | 5,4% |
Dagvara | 132,9 | 124,3 | 1,3% | 0,2% |
Talnaefni