Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2009 er 334,5 stig (maí 1988=100) og lækkaði um 0,59% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 309,0 stig og hækkaði hún um 0,16% frá febrúar.
Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 5,1% (vísitöluáhrif -0,76%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,72% og -0,04% af lækkun raunvaxta.
Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,1% (-0,13%) og verð á mat og drykkjarvöru um 0,9% (-0,12%). Þá lækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda um 8,3% (-0,11%).
Vetrarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% (0,26%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2009, sem er 334,5 stig gildir til verðtryggingar í maí 2009. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 6.605 stig fyrir maí 2009.
Í umræðum síðustu vikna um efnahagsmál hefur vísitölu neysluverðs oft borið á góma og á stundum gætir nokkurs misskilnings um hvers vegna hún er reiknuð og um þær aðferðir sem notaðar eru við verðmælinguna. Til þess að koma til móts við notendur og stuðla að aukinni þekkingu á þessu efni hefur Hagstofan birt á vef sínum nokkrar algengar spurningar um vísitölu neysluverðs og stutt svör við þeim.
Breytingar vísitölu neysluverðs 2008–2009 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Breytingar í hverjum mánuði, % | ||||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
Vísitala | ||||||
2008 | ||||||
Mars | 290,4 | 1,5 | 19,1 | 12,8 | 10,1 | 8,7 |
Apríl | 300,3 | 3,4 | 49,5 | 28,0 | 16,6 | 11,8 |
Maí | 304,4 | 1,4 | 17,7 | 28,0 | 18,3 | 12,3 |
Júní | 307,1 | 0,9 | 11,2 | 25,1 | 18,8 | 12,7 |
Júlí | 310,0 | 0,9 | 11,9 | 13,6 | 20,6 | 13,6 |
Ágúst | 312,8 | 0,9 | 11,4 | 11,5 | 19,5 | 14,5 |
September | 315,5 | 0,9 | 10,9 | 11,4 | 18,0 | 14,0 |
Október | 322,3 | 2,2 | 29,2 | 16,8 | 15,2 | 15,9 |
Nóvember | 327,9 | 1,7 | 23,0 | 20,8 | 16,0 | 17,1 |
Desember | 332,9 | 1,5 | 19,9 | 24,0 | 17,5 | 18,1 |
2009 | ||||||
Janúar | 334,8 | 0,6 | 7,1 | 16,4 | 16,6 | 18,6 |
Febrúar | 336,5 | 0,5 | 6,3 | 10,9 | 15,7 | 17,6 |
Mars | 334,5 | -0,6 | -6,9 | 1,9 | 12,4 | 15,2 |
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2009 | ||||
Undirvísitölur mars 1997=100 | Breyting síðustu 12 mánuði | |||
Áhrif á vísit. | ||||
Febrúar | Mars | % | ||
Vísitala neysluverðs | 188,5 | 187,4 | 15,2 | 15,2 |
Þar af: | ||||
Innlendar vörur | 167,4 | 166,5 | 21,1 | 2,7 |
Búvörur og grænmeti | 162,5 | 161,7 | 21,7 | 1,2 |
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis | 170,5 | 169,5 | 20,7 | 1,5 |
Innfluttar vörur alls | 160,1 | 160,7 | 25,3 | 8,7 |
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks | 155,0 | 155,7 | 25,3 | 8,0 |
Kjarnavísitala 1 (VNV án búvöru, grænm., | ||||
ávaxta og bensíns) | 190,0 | 189,1 | 15,3 | 13,7 |
Kjarnavísitala 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) | 192,8 | 191,9 | 16,2 | 13,3 |
Kjarnavísitala 3 (kjarnavísitala 2 án vaxtaáhrifa) | 190,6 | 189,8 | 16,0 | 13,1 |
Dagvara | 173,0 | 171,9 | 30,1 | 4,3 |
Talnaefni