Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2025, er 643,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,37% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 517,2 stig og hækkar um 0,31% frá febrúar 2025.
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% (áhrif á vísitöluna 0,10%) og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,5% (0,09%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2025, sem er 643,7 stig, gildir til verðtryggingar í maí 2025.
Nýjar töflur fyrir undirvísitölur árið 2026
Hagstofan vinnur nú að undirbúningi á uppfærslu flokkunarkerfisins sem notað er í vísitölu neysluverðs. Almennir notendur vísitölu neysluverðs verða ekki varir við uppfærsluna en nýjar töflur verða gefnar út fyrir undirvísitölur þar sem einhverjar breytingar verða á skiptingu í undirflokka.
Stefnt er að því að skipt verði yfir í nýju útgáfuna (COICOP 2018) í janúar 2026 en nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur.
COICOP 2018 (á ensku)