FRÉTT VERÐLAG 28. NÓVEMBER 2024

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, er 634,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 509,8 stig og lækkar um 0,20% frá október 2024.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (áhrif á vísitöluna 0,17%) og flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,7% (-0,23%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2024, sem er 634,7 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 2025.




Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.