Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 6,2% (vísitöluáhrif 0,33%). Þá hækkaði markaðsverð á húsnæði um 1,5% (0,20%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 4,9% verðbólgu á ári (án húsnæðis hækkaði um 3,7%).
Vísitala neysluverðs í október 2004, sem er 237,4 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2004. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 4.687 stig fyrir nóvember 2004.