Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október 2017 er 446,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,47% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 386,1 stig og hækkar um 0,63% frá september 2017.

Matur og drykkjarvörur hækka um 1,9% (áhrif á vísitöluna 0,24%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 2,3%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í október 2017, sem er 446,7 stig, gildir til verðtryggingar í desember 2017. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.820 stig fyrir desember 2017.

Breytingar á vísitölu neysluverðs 2016-2017
Maí 1988 = 100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
    Breytingar í hverjum mánuði, %
    Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu  12 mánuði, %
  Vísitala
2016            
Október 438,5 0,0 0,0 3,4 2,2 1,8
Nóvember 438,4 0,0 -0,3 1,8 1,3 2,1
Desember 439,0 0,1 1,7 0,5 1,2 1,9
2017            
Janúar 436,5 -0,6 -6,6 -1,8 0,7 1,9
Febrúar 439,6 0,7 8,9 1,1 1,5 1,9
Mars 439,9 0,1 0,8 0,8 0,6 1,6
Apríl 442,1 0,5 6,2 5,2 1,6 1,9
Maí 443,0 0,2 2,5 3,1 2,1 1,7
Júní 443,0 0,0 0,0 2,8 1,8 1,5
Júlí 442,9 0,0 -0,3 0,7 3,0 1,8
Ágúst 444,0 0,2 3,0 0,9 2,0 1,7
September 444,6 0,1 1,6 1,5 2,1 1,4
Október 446,7 0,5 5,8 3,5 2,1 1,9

Talnaefni