Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2020, er 487,0 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,39% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 417,5 stig og hækkar um 0,53% frá ágúst 2020.
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hækkaði um 4,0% (áhrif á vísitöluna 0,22%) og bílar hækkuðu um 2,3% (0,12%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,5% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,9%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2020, sem er 487,0 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2020. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.616 stig fyrir nóvember 2020.
Breytingar á vísitölu neysluverðs 2019-2020 | |||
Maí 1988 = 100 | Vísitala | Mánaðarbreyting, % | Ársbreyting, % |
2019 | |||
September | 470,5 | 0,09 | 3,0 |
Október | 472,2 | 0,36 | 2,8 |
Nóvember | 472,8 | 0,13 | 2,7 |
Desember | 473,3 | 0,11 | 2,0 |
2020 | |||
Janúar | 469,8 | -0,74 | 1,7 |
Febrúar | 474,1 | 0,92 | 2,4 |
Mars | 475,2 | 0,23 | 2,1 |
Apríl | 477,5 | 0,48 | 2,2 |
Maí | 480,1 | 0,54 | 2,6 |
Júní | 482,2 | 0,44 | 2,6 |
Júlí | 482,9 | 0,15 | 3,0 |
Ágúst | 485,1 | 0,46 | 3,2 |
September | 487,0 | 0,39 | 3,5 |
Fyrirhugaðar breytingar framsetningu efnis í veftöflum
Hagstofa Íslands mun í byrjun október uppfæra uppsetningu taflna (PX) með talnaefni fyrir vísitölu neysluverðs. Uppfærslan nær eingöngu til útlits og uppsetningar taflnanna en áfram verður boðið upp á sama talnaefni. Með breytingunni er leitast við að auka samræmi í uppsetningu talnaefnis og auðvelda notkun.
Breytingarnar munu hafa í för með sér að þeir notendur sem nú þegar nota API-þjónustu Hagstofunnar til þess að sækja talnaefni um vísitölur munu þurfa að uppfæra tengingar sínar. Tengingar í eldri uppsetningu fyrir API-þjónustu verða virkar samhliða þeirri nýju í stuttan tíma svo tækifæri gefist til uppfærslu.
Birtar verða nánari upplýsingar um helstu breytingar þegar uppfærslan á sér stað.