Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2024, er 632,3 stig (maí 1988=100) og lækkar um 0,24% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 509,3 stig og lækkar um 0,55% frá ágúst 2024.
Verð á fötum og skóm hækkaði um 5,0% (áhrif á vísitöluna 0,18%) og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,7% (0,14%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 16,5% (-0,37%) og verð í mötuneytum lækkaði um 35,9% (-0,26%). Lækkun í mötuneytum er að miklu leyti vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2024, sem er 632,3 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2024.