FRÉTT VINNUMARKAÐUR 20. OKTÓBER 2004

Atvinnuleysi 2,6%
Á þriðja ársfjórðungi 2004 voru að meðaltali 4.300 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 2,0% hjá körlum en 3,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 4,9%.
       Á þriðja ársfjórðungi 2003 mældist atvinnuleysi 2,6%. Atvinnuleysi karla var þá 2,9% en 2,3% hjá konum. Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 4,4%.

Starfandi fólk 158.100 og atvinnuþátttaka 81,5%
Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórðungi 2004 var 158.100 manns sem er fækkun um 4.800 á sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls að meðaltali 162.400 manns sem jafngildir 81,5% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 85,9% en kvenna 77,1%. Til þeirra sem eru á vinnumarkaði teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnulausir.
       Á þriðja ársfjórðungi 2003 mældist atvinnuþátttaka 84,3%, 87,6% hjá körlum og 81% hjá konum. Á milli ára fækkar vinnuaflinu um 4.900 manns, mest í hópi karla 16-24 ára og kvenna 25-74 ára.

Vinnutími 43,7 klst. á viku
Á þriðja ársfjórðungi var meðalfjöldi vinnustunda 43,7 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 48,7 klst. hjá körlum en 37,5 klst. hjá konum.
       Á þriðja ársfjórðungi 2004 var fjöldi vinnustunda 42,9 klst., 47,5 hjá körlum en 37,6 klst. hjá konum.

Framkvæmd
Þriðji ársfjórðungur 2004 nær til 13 vikna, frá 28. júní til 3. október. Heildarúrtakið var 3.935 manns á aldrinum 16-74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir, sem voru látnir eða búsettir erlendis, reyndist nettóúrtakið vera 3.821 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 3.074 einstaklingum sem jafngildir 80,5% endanlegri svörun. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Skekkjumörk á niðurstöðum um atvinnuleysi eru ± 0,8%.
       Frá og með janúar 2003 hóf Hagstofan ársfjórðungslegar vinnumarkaðsrannsóknir. Rannsóknin er samfelld þannig að hverju ársfjórðungsúrtaki er skipt jafnt á 13 vikur. Á árunum 1991-2002 náði rannsóknin einungis til sinnar hvorrar vikunnar í apríl og nóvember ár hvert. Í tengslum við þessar breytingar fór fram umfangsmikil endurskoðun á spurningum, hugtökum og aðferðafræði. Endurskoðunin var gerð jafnt til að aðlaga rannsóknina að reglum Evrópska efnahagssvæðisins og til að svara kröfum um betri upplýsingar um íslenskan vinnumarkað. Af þessum breytingum leiðir að rannsóknarniðurstöður frá og með 2003 eru ekki fyllilega sambærilegar við fyrri niðurstöður. Hér á eftir er þó gerð grein fyrir helstu skilgreiningum og vigtunaraðferðum.

Helstu skilgreiningar og aðferð við vigtun

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.