Undanfarið misseri hefur staðið yfir vinna sem snýr að umbótum á vinnutímamælingum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands.

Umbæturnar felast fyrst og fremst í því að bæta og aðlaga spurningar rannsóknarinnar frekar að skilgreiningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á grundvallarhugtökum vinnutíma.

Breytingar á spurningalista vinnumarkaðsrannsóknarinnar taka gildi í janúar 2021.

Gæðamat á vinnutímamælingum vinnumarkaðsrannsóknar - Greinargerð